KKA Akstursíþróttafélag - álögð gjöld á íþróttafélög

Málsnúmer 2014080055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3424. fundur - 21.08.2014

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Þorsteini Hjaltasyni formanni KKA Akstursíþróttafélags varðandi álögð gjöld bæjarins á íþróttafélög.

Bæjarráð getur ekki orðið við ósk um niðurfellingu gjalda en samþykkir að vísa erindinu um styrkveitingu til íþróttaráðs og að svara bréfritara að öðru leyti.

Íþróttaráð - 155. fundur - 04.09.2014

Á fundi sínum þann 21. ágúst sl. gerði bæjarráð eftirfarandi bókun:
Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Þorsteini Hjaltasyni formanni KKA Akstursíþróttafélags varðandi álögð gjöld bæjarins á íþróttafélög.
Bæjarráð getur ekki orðið við ósk um niðurfellingu gjalda en samþykkir að vísa erindinu um styrkveitingu til íþróttaráðs og að svara bréfritara að öðru leyti.

Íþróttaráð frestar erindinu.

Íþróttaráð - 156. fundur - 25.09.2014

Tekið fyrir að nýju erindi KKA Akstursíþróttafélags varðandi álögð gjöld bæjarins á íþróttafélög sem bæjarráð vísaði til íþróttaráðs á fundi sínum 21. ágúst sl. Erindið var síðast á dagskrá íþróttaráðs 4. september sl.

Forstöðumanni íþróttamála og formanni íþróttaráðs falið að svara bréfritara.