Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara

Málsnúmer 2014080046

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 246. fundur - 15.08.2014

Tilnefning í verkefnislið vegna uppbyggingar- og framkvæmdasamnings Akureyrarbæjar við Skátafélagið Klakk 2014-2018 dags. 28. maí 2014.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Dag Fannar Dagsson L-lista í verkefnisliðið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 247. fundur - 29.08.2014

Rætt um húsaleigu fyrir kjallarann.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 150. fundur - 04.09.2014

Fasteignir Akureyrarbæjar hafa óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð tilnefni einn fulltrúa í verkefnislið vegna uppbyggingar- og framkvæmdasamnings Akureyrarbæjar við Skátafélagið Klakk.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að Siguróli Magni Sigurðsson verði fulltrúi ráðsins í verkefnisliðinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 252. fundur - 07.11.2014

Lögð fram kostnaðaráætlun hönnuða fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 254. fundur - 05.12.2014

Lagður fram til samþykktar húsaleigusamningur við Skátafélagið Klakk dagsettur 1. desember 2014 um aðstöðu fyrir félagið í kjallara Þórunnarstrætis 99.

Afgreiðslu frestað.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 257. fundur - 20.02.2015

Tekinn fyrir aftur 2. dagskrárliður fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar þann 5. desember 2014. Lagður fram til samþykktar húsaleigusamningur við Skátafélagið Klakk dagsettur 1. desember 2014 um aðstöðu fyrir félagið í kjallara Þórunnarstrætis 99.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir húsaleigusamninginn og að framkvæmdir við kjallarann verði settar í útboð.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260. fundur - 17.04.2015

Farið yfir þau tilboð sem bárust í verkgreinaútboði fyrir framkvæmdina og lagt til að samið verði við lægstbjóðendur í hverri iðngrein fyrir sig.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Dagur Fannar Dagsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Dagur Fannar Dagsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við eftirfarandi aðila:
Varmastýringu ehf í lagnahlutann, Blikk- og tækniþjónustuna ehf í loftræstihlutann, Eltec ehf í rafmagnshlutann, L&S Verktaka í húsasmíða- og innréttingahlutann,
Viðar Þór Pálsson í dúkalagnahlutann og Litblæ ehf í málningarhlutann.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 268. fundur - 16.10.2015

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdirnar dagsett 13. október 2015.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 272. fundur - 15.12.2015

Lögð fram stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 273. fundur - 22.01.2016

Lögð fram beiðni frá samfélags- og mannréttindadeild um kaup á búnaði í nýja félagsaðstöðu Skátana í Þórunnarstræti 99.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupin og að þau verði tekin af liðnum óráðstafað til búnaðarkaupa 2016.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 275. fundur - 04.03.2016

Rætt um vígslu og formlega afhendingu húsnæðisins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við samfélags- og mannréttindadeild og Skátafélagið Klakk og stefna að afhendingu húsnæðisins í byrjun apríl.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 278. fundur - 06.05.2016

Rætt um væntanlega vígsluathöfn á aðstöðu Skátafélagsins Klakks þann 11. maí 2016.