Gjaldskrá vegna daggæslu

Málsnúmer 2014070182

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 11. fundur - 11.08.2014

Fyrir fundinn var lögð tillaga um að gjaldskrá vegna daggæslu verði óbreytt þrátt fyrir kostnaðarauka í kjölfar breytinga á kjarasamningum sem hámarksgjald vegna daggæslu tekur mið af samkvæmt gildandi samningum við dagforeldra. Reikna má með því að aukinn rekstrarkostnaður á þessu ári vegna þessa verði nálægt 5 milljónum kr.

Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta auknum kostnaði á árinu.

Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3424. fundur - 21.08.2014

2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 11. ágúst 2014:
Fyrir fundinn var lögð tillaga um að gjaldskrá vegna daggæslu verði óbreytt þrátt fyrir kostnaðarauka í kjölfar breytinga á kjarasamningum sem hámarksgjald vegna daggæslu tekur mið af samkvæmt gildandi samningum við dagforeldra. Reikna má með því að aukinn rekstrarkostnaður á þessu ári vegna þessa verði nálægt 5 milljónum kr.
Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta auknum kostnaði á árinu.
Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir aukna fjárveitingu að upphæð kr. 5.000.000 í málaflokkinn.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.