Staðsetning og ástand útilistaverka - vinnuhópur 2014

Málsnúmer 2014070158

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 168. fundur - 28.07.2014

Lögð fram tillaga formanns stjórnar Akureyrarstofu um stofnun vinnuhóps sem fari yfir núverandi staðsetningu á útilistaverkum í bænum og geri tillögur um breytta staðsetningu á einstökum verkum ef ástæða þykir til. Hópurinn vinni jafnframt skýrslu um ástand útilistaverka og viðhaldsþörf og geri áætlun um lagfæringar.

Stjórn Akureyrarstofu skipar Hlyn Hallsson forstöðumann Sjónlistamiðstöðvarinnar og Rósu Júlíusdóttur myndlistarkonu í hópinn fyrir sína hönd og óskar jafnframt eftir því að Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri taki sæti í hópnum. Forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar boði fyrsta fund hópsins og gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í lok nóvember nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 200. fundur - 10.12.2015

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti helstu niðurstöður hópsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni greinargóða kynningu.