Lækjargata 9a - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014060004

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 181. fundur - 11.06.2014

Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf., kt. 580587-1199, sækir um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi nr. 9a við Lækjargötu. Meðfylgjandi eru uppdrættir og myndir af breytingum.

Skipulagsnefnd óskar eftir samþykki Minjastofnunar Íslands á fyrirhuguðum breytingum í samræmi við ákvæði deiliskipulags svæðisins.

Erindinu er frestað.

Skipulagsnefnd - 183. fundur - 09.07.2014

Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf., kt. 580587-1199, sækir um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi nr. 9a við Lækjargötu. Meðfylgjandi eru uppdrættir og myndir af breytingum.
Skipulagsnefnd óskaði eftir áliti Minjastofnunar Íslands vegna breytinganna á húsinu sem barst 24. júní 2014 en þar kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða viðbyggingu við húsið líkt og framlagðar teikningar sýna. Þó er mælt gegn því að gluggum gamla hússins verði breytt á þann hátt sem uppdrættir sýna.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf., kt. 580587-1199, sækir um breytingar á húsi nr. 9a við Lækjargötu.
Skipulagsnefnd heimilaði þann 9. júlí 2014 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins.
Tillagan er dagsett 24. september 2014 og er unnin af Kollgátu ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3361. fundur - 21.10.2014

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. október 2014:
Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf, kt. 580587-1199, sækir um breytingar á húsi nr. 9a við Lækjargötu.
Skipulagsnefnd heimilaði þann 9. júlí 2014 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins.
Tillagan er dagsett 24. september 2014 og er unnin af Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.