Sjúkratryggingar Íslands - sjúkraflutningar 2014 - framlenging á samningi

Málsnúmer 2014050035

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 285. fundur - 09.05.2014

Þorvaldur Helgi Auðunsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir samskipti við Sjúkratryggingar Íslands vegna samnings fyrir árið 2014. Lögð voru fram minnisblöð frá bæjartæknifræðingi og slökkviliðsstjóra, bæði dags. 8. maí 2014.

Framkvæmdráð telur tilboð Sjúkratrygginga Íslands vegna tímagjalds í sjúkraflugi og samningsupphæðar um sjúkraflutninga á landi ekki viðunandi og felur bæjartæknifræðingi og slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu.

Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi S-lista vék af fundi kl. 10:05.

Bæjarráð - 3443. fundur - 08.01.2015

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Framkvæmdaráð - 299. fundur - 16.01.2015

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti á fund framkvæmdaráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála vegna samninga við SÍ.
Framkvæmdaráð þakkar bæjarstjóra greinargóða kynningu.