Brúðuheimar - samstarf við Akureyrarstofu

Málsnúmer 2014050029

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 162. fundur - 08.05.2014

Erindi dags. 28 apríl 2014 frá Hildi M. Jónsdóttur og Bernd Ogrodink, fyrir hönd Brúðuheima ehf þar sem kynnt er hugmynd um samstarf við Akureyrarbæ um nýtingu á Deiglunni og Laxdalshúsi með það í huga að starfsemi Brúðuheima flytjist norður yfir heiðar.

Stjórn Akureyrarstofu felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara.