Húsverndarsjóður - styrkumsóknir 2014

Málsnúmer 2014050027

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 162. fundur - 08.05.2014

Afgreiddar umsóknir um styrki úr Húsverndarsjóði.
Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.
Til ráðstöfunar voru tveir styrkir að upphæð kr. 300.000 hvor.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja annars vegar endurbætur á brunni við Aðalstræti 50 og hins vegar endurbætur á húsinu við Strandgötu 27.