Alþjóðlegi foreldrahópurinn Akureyri - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014040115

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 146. fundur - 07.05.2014

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Cynthia Stimming f.h. Alþjóðlega foreldrahópsins á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til að aðstoða foreldra af erlendum uppruna og börn þeirra að aðlagast íslensku samfélagi. Áhersla er á að foreldrar læri um stofnanir íslensks samfélags, þjónustu Akureyrarbæjar, heilbrigðiskerfið, skólakerfið o.fl.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni en felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda um mögulegar leiðir til að uppfylla markmiðið með umsókninni.