Hrísey, Sandshorn - hugmyndir að skipulagi

Málsnúmer 2014030108

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 175. fundur - 26.03.2014

Á fundi hverfisráðs Hríeyjar 20. febrúar sl. var tekið fyrir erindi frá stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar sem hefur látið vinna hugmyndir að uppbyggingu á Sandshorni í Hrísey. Hverfisráð Hríseyjar óskar eftir við skipulagsnefnd að nýtt deiliskipulag verði gert af svæðinu sem tæki mið af meðfylgjandi hugmyndum.

Skipulagsvinnu við aðalskipulag Hríseyjar er að mestu lokið. Í framhaldinu er því rétt að láta vinna deiliskipulag af þéttbýlinu í Hrísey þar sem horft væri til alls svæðisins og heildarhagsmunir skoðaðir í stærra samhengi.

Erindinu er því frestað en skipulagsstjóra falið að hefja undirbúning að deiliskipulagsvinnu.