Framtíðarþing um farsæla öldrun - samstarf?

Málsnúmer 2014030008

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1181. fundur - 12.03.2014

Lagt fram erindi dags. 18. febrúar 2014 frá Öldrunarráði Íslands þar sem leitað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ/félagsmálaráð um að efna til framtíðarþings um farsæla öldrun.

Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra ÖA að vinna áfram að málinu.

Félagsmálaráð - 1185. fundur - 14.05.2014

Framkvæmdastjóri ÖA skýrði frá að ákveðið væri að fresta frekari undirbúningi þings Öldrunarráðs Íslands um farsæla öldrun. Frekari undirbúningur verður í sumar/haust og reiknað með að þingið verði haldið haustið 2014.
Lagt fram til kynningar.

 

Velferðarráð - 1205. fundur - 04.03.2015

Tekin var fyrir að nýju beiðni Öldrunarráðs Íslands um samstarf við Akureyrarkaupstað um að efna til "Framtíðarþings um farsæla öldrun".
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá samskiptum við fulltrúa öldrunarráðs varðandi áform um að efna til þingsins um miðjan maí nk. Í samstarfinu felst að aðstoða við skipulagningu þingsins og þátttaka í kostnaði við þinghaldið.
Velferðarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÖA að halda áfram undirbúningi Framtíðarþings um farsæla öldrun sem áætlað er að halda 11. eða 18. maí.

Velferðarráð - 1206. fundur - 18.03.2015

Tekin fyrir að nýju beiðni Öldrunarráðs Íslands um samstarf við Akureyrarkaupstað um að efna til 'framtíðarþings um farsæla öldrun'.
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá samskiptum við fulltrúa Öldrunarráðs og Landsambands eldri borgara, varðandi áform um að efna til þingsins þann 11. eða 18. maí nk. Í samstarfinu felst að aðstoða við skipulagningu þingsins og þátttaka í kostnaði við þinghaldið.
Framkvæmdastjóri greindi frá að leitað sé eftir samstarfi við Háskólann á Akureyri um húsnæði og einnig þátttöku félags eldri borgara á Akureyri og víðar.
Fjárhagsáætlun vegna þinghaldsins gerir ráð fyrir útlögðum kostnaði kr. 550-600 þúsund.
Velferðarráð samþykkir að taka þátt í þinghaldinu og samstarfi við undirbúning þess og veita fjárstyrk að upphæða kr. 300 þúsund vegna þinghaldsins af liðnum 102-0100, enda má gera ráð fyrir að afrakstur þinghaldsins muni nýtast við vinnu við gerð velferðarstefnunnar.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Lögð fram lokskýrsla og samantekt um Framtíðarþing um farsæla öldrun sem haldið var á Akureyri 18. maí 2015, ásamt tölvubréfi formanns Öldrunarráðs Íslands þar sem hann þakkar ánægjulega og árangursríka samvinnu og samveru á þinginu.
Í bréfi formanns Öldrunarráðs, er einnig lýst stuttlega áformum um kynningu og umfjöllun um þingið og niðurstöður þess. Hér á Akureyri hefur skýrslan verið send bæjarfulltrúum og í undirbúningi er kynningar- og umræðufundur (13. nóvember nk.) í samstarfi aðila sem stóðu að þinginu.
Velferðarráð þakkar samstarfið og árangursríkt þing.
Niðurstöður þingsins eru gagnlegar og munu nýtast við gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar sem framundan er og vísar ráðið skýrslunni til þeirrar vinnu. Jafnframt samþykkir ráðið að greiða kostnað við auglýsingu á kynningar- og umræðufundi sem áætlað er að halda 13. nóvember nk.

Samfélags- og mannréttindaráð - 175. fundur - 26.11.2015

Lögð var fram lokaskýrsla og samantekt um Framtíðarþing um farsæla öldrun sem haldið var á Akureyri 18. maí 2015. Kynningarfundur um niðurstöðu var haldinn á Akureyri 13. nóvember 2015.