Samvinnufélög/húsnæðissamvinnufélög - Búseti á Norðurlandi

Málsnúmer 2014010356

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3400. fundur - 06.02.2014

Erindi dags. 28. janúar 2014 frá framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar til að ræða húsnæðismál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða fulltrúa Búseta á Norðurlandi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3401. fundur - 13.02.2014

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 28. janúar 2014 frá framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar til að ræða húsnæðismál.
Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri og Guðlaug Kristinsdóttir stjórnarformaður Búseta á Norðurlandi mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Benedikt og Guðlaugu fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3413. fundur - 15.05.2014

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 11:00.
Lagt fram til kynningar erindi dags. 7. maí 2014 frá framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi er varðar möguleika á að stofna til samstarfs um að koma á fót leigufélagi um langtímarekstur íbúða án hagnaðarkröfu.