Auglýsingar í leik- og grunnskólum - viðmiðunarreglur

Málsnúmer 2014010209

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 20.01.2014

Fyrir fundinn var lögð tillaga að viðmiðunarreglum um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.
Sigurbjörg Rún Jónsdóttir verkefnastjóri á skóladeild mætti á fundinn undir þess lið og kynnti tillöguna.

Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir því að fulltrúar í skólanefnd kynni og ræði tillöguna í baklandi sínu.

Skólanefnd - 3. fundur - 03.02.2014

Fyrir fundinn var lögð tillaga að viðmiðunarreglum um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Afgreiðslu tilögunnar var frestað á síðasta fundi skólanefndar og óskað eftir því að skólanefndarfulltrúar kynntu hana í sínu baklandi.

Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur fræðslustjóra að gera beytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd - 5. fundur - 24.02.2014

Fyrir fundinn var lögð endurbætt tillaga að viðmiðunarreglum um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Afgreiðslu tilögunnar var frestað á síðasta fundi skólanefndar og óskað eftir því að fræðslustjóri gerði á henni breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

Skólanefnd - 3. fundur - 02.02.2015

Sigurbjörg Rún Jónsdóttir verkefnastjóri á skóladeild kynnti verklagsreglur um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.