Önnur mál í framkvæmdaráði 2014

Málsnúmer 2014010035

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 284. fundur - 04.04.2014

a) Helgi Snæbjarnarson vakti athygli á því hvort banna ætti umferð hægfara vinnuvéla á ákveðnum götum og á ákveðnum tíma í bæjarlandinu.
Framkvæmdaráð beinir þessari ábendingu til skipulagsnefndar.

b) Helgi Snæbjarnarson spurðist fyrir um hvort búið væri að fjölga bekkjum og ruslatunnum í miðbæ Akureyrar.

c) Njáll Trausti Friðbertsson spurðist fyrir um verklagsreglur vegna malbiks.

Framkvæmdaráð - 286. fundur - 23.05.2014

Silja Dögg Baldursdóttir L- lista spurðist fyrir um gangbrautarmerkingar við Hof og í Listagili.

Framkvæmdaráð - 287. fundur - 27.06.2014

Rætt um málefni Slökkviliðs Akureyrar.

Framkvæmdaráð - 291. fundur - 19.09.2014

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir að gróður sem skyggir á listaverkið Útlagann, sem staðsett er við Eyrarlandsveg, verði snyrtur.

Framkvæmdaráð - 294. fundur - 31.10.2014

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista spurðist fyrir um mengunarmæla.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um framkvæmdir við golfvöll og við Dalsbraut.