Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2014

Málsnúmer 2014010016

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1181. fundur - 12.03.2014

Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar kynnti stöðu mála varðandi vanda barna með fötlun/geðsjúkdóm og erfiða hegðun og Elín Sigurbjörg Jónsdóttir og Elva Haraldsdóttir sérkennsluráðgjafar kynntu námskeið sem haldin hafa verið um einhverfu.
Félagsmálaráð þakkar kynningarnar.

Félagsmálaráð - 1197. fundur - 26.11.2014

Félagsmálaráð heimsótti Skógarlund miðstöð hæfingar og virkni þar sem Margrét I. Ríkarðsdóttir forstöðumaður kynnti starfsemina. Fundurinn hófst á heimsókninni og voru fundarmenn beðnir að mæta í Skógarlund 1 kl. 14:00.
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti starfsemi Öskjunnar.

Félagsmálaráð þakkar kynningarnar og góðar móttökur.