Hólabraut - gatnamál, bílastæði og leikvöllur

Málsnúmer 2013120063

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Jón Steinar Ólafsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 5. desember 2013.
Hann spurðist fyrir um hvort ekki mætti nýta græna svæðið sunnan við íþróttavöllinn sem almenn bílastæði og leikvöll fyrir börn.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir almennu bílastæði á reitnum vestan götunnar sem á eftir að gera. Brekkan er nú nýtt sem leiksvæði en að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir sérstöku leiksvæði á reitnum.