Miðhúsabraut/Súluvegur - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013110170

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 14. nóvember 2013 frá Helga Jóhannessyni þar sem hann f.h. Norðurorku óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Súluveg. Óskað er eftir breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar.

Edward H. Huijbens bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Súluvegar 2 f.h. Norðurorku, kt. 550978-0169. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. og dagsetta 12. desember 2013.

Einungis er um að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu þess.

Bæjarstjórn - 3349. fundur - 21.01.2014

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Súluvegar 2 f.h. Norðurorku, kt. 550978-0169. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf og dags. 12. desember 2013.
Einungis er um að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu þess.

 

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10  samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.