7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Súluvegar 2 f.h. Norðurorku, kt. 550978-0169. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf og dags. 12. desember 2013.
Einungis er um að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu þess.
Edward H. Huijbens bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.