Klettagerði 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013110094

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 12. nóvember 2013 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Arnar Inga Gíslasonar sækir um byggingarleyfi fyrir listhúsi sunnan við bílgeymslu á lóðinni nr. 6 við Klettagerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 12. nóvember 2013, þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Arnar Inga Gíslasonar óskar eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið Klettagerði 6, var grenndarkynnt frá 28. nóvember til 27. desember 2013.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.