Hafnarstræti 69 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013110093

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 12. nóvember 2013 þar sem Baldvin Valdimarsson f.h. Málningar hf., kt. 450269-4849, sækir um lóð nr. 69 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er staðfesting frá Landsbankanum.

Tvær umsóknir bárust um lóðina og telur skipulagsnefnd að báðar umsóknir séu jafnréttháar. Lóðinni var því úthlutað með útdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið þar sem umsækjandinn fékk lóðina í útdrættinum. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.