Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2013110023

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Innkomið bréf frá Mannvirkjastofnun dagsett 30. október 2013 þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir árið 2015 og faggildingu fyrir árið 2018 ef sveitarfélagið vill áfram fela byggingarfulltrúa sínum yfirferð á hönnunargögnum og úttektir framkvæmda. Að öðrum kosti þurfa sveitarfélög að leita til faggildra skoðunarstofa sem hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar á viðkomandi sviði.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang undirbúning að gerð gæðastjórnunarkerfis fyrir skipulagsdeild.