Aðalskipulagsbreyting - breyting vegna virkjunar á Glerárdal

Málsnúmer 2013110020

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi.
Breytingartillögunni er gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dagsettri 29. janúar 2014.
Opinn kynningarfundur um aðal- og deiliskipulagstillöguna verður haldinn 3. febrúar 2014.

Skipulagsstjóra er falið að láta leiðrétta gönguleið sem sýnd er sunnan akstursíþrótta- og skotsvæðis og fjarlægja texta um breytingu á afmörkun náttúruverndarsvæðis á þéttbýlisuppdrætti.  

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:

Ég vil að bærinn hafi frumkvæði að því að umhverfisáhrif framkvæmda vegna lónstæðis, stíflu og framkvæmda vegna virkjunar inni á Glerárdal verði metin sérstaklega. Þar verði horft sérstaklega til samspils fólkvangs og virkjunar, möguleika til útivistar og áhrifa framkvæmda á upplifunargildi svæðsins. 

Ég bendi einnig á að mikilvægt er að vernda Glerárgil og jarðmyndanir þar. Friðlýsing giljanna samhliða því að þau falli inn í fólkvang er ekki nóg, þar sem jarðmyndanir þar geta orðið fyrir áhrifum af þegar samþykktum framkvæmdum. Þannig geta þær raskast þó ekki sé um eiginlegar nýjar framkvæmdir eða rask að ræða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að tryggja verndarstöðu jarðmyndana í Glerárgiljum.

Mikilvægt er að sátt skapist um uppbyggingu virkjunar og nýtingu svæðisins sem fólkvangs. Liður í því er að tryggja vernd náttúruminja og að möguleikar svæðisins sem útivistarsvæðis séu skýrt skilgreindir gegnum umhverfismat.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi.
Breytingartillögunni er gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dags. 29. janúar 2014.
Opinn kynningarfundur um aðal- og deiliskipulagstillöguna verður haldinn 3. febrúar 2014.
Skipulagsstjóra er falið að láta leiðrétta gönguleið sem sýnd er sunnan akstursíþrótta- og skotsvæðis og fjarlægja texta um breytingu á afmörkun náttúruverndarsvæðis á þéttbýlisuppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:
Ég vil að bærinn hafi frumkvæði að því að umhverfisáhrif framkvæmda vegna lónstæðis, stíflu og framkvæmda vegna virkjunar inni á Glerárdal verði metin sérstaklega. Þar verði horft sérstaklega til samspils fólkvangs og virkjunar, möguleika til útivistar og áhrifa framkvæmda á upplifunargildi svæðsins.
Ég bendi einnig á að mikilvægt er að vernda Glerárgil og jarðmyndanir þar. Friðlýsing giljanna samhliða því að þau falli inn í fólkvang er ekki nóg, þar sem jarðmyndanir þar geta orðið fyrir áhrifum af þegar samþykktum framkvæmdum. Þannig geta þær raskast þó ekki sé um eiginlegar nýjar framkvæmdir eða rask að ræða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að tryggja verndarstöðu jarðmyndana í Glerárgiljum.
Mikilvægt er að sátt skapist um uppbyggingu virkjunar og nýtingu svæðisins sem fólkvangs. Liður í því er að tryggja vernd náttúruminja og að möguleikar svæðisins sem útivistarsvæðis séu skýrt skilgreindir gegnum umhverfismat.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 177. fundur - 16.04.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Glerárdals, sjá málsnr. 2014010132. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Ein umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 21. mars 2014 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Glerárdals, sjá málsnr. 2014010132. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Ein umsögn barst frá Vegagerðinni dags. 21. mars 2014 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Fram kom tillaga um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Glerárdals, sjá málsnr. 2014010132. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Innkomnar umsagnir:
1) Vegagerðin dagsett 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar barst í tölvupósti 30. apríl 2014 (dagsett 28. apríl 2014), eftir að umsagnartíma lauk þann 6. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 16. apríl 2014.

2) Umhverfisstofnun dagsett 28. apríl 2014.
a) Stofnunin telur skorta rökstuðning fyrir fullyrðingu um að engin áhrif verði á útivistargildi og náttúrufar.
b) Fram kemur í samanburði kosta að virkjun hafi rask í för með sér og sjónræn áhrif þar sem mannvirki verða sýnileg. Samræma þarf þá niðurstöðu í umfjöllun um hverfisvernd.
c) Að mati stofnunarinnar er rangt að segja að óbreytt ástand (engin virkjun) hafi mikil neikvæð áhrif á aðgengi til útivistar og ferðamennsku.
d) Að mati Umhverfisstofnunar munu framkvæmdir óhjákvæmilega hafa rask í för með sér og neikvæð sjónræn áhrif og þar með áhrif á útivistargildi. Að mati stofnunarinnar mun það hvernig mannvirki verða útfærð skipta máli varðandi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Stofnunin telur einnig mikilvægt að við framkvæmdir verði forðast allt óþarfa rask.
Engin athugasemd barst.

Svör við umsögnum:

Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til svars.

Svar við umsögn frá Umhverfisstofnun sem barst í tölvupósti 30. apríl 2014 (dagsett 28. apríl 2014):

1a) Bent er á að ekki er fullyrt að áhrif á útivistargildi og náttúrfar verði  engin eins og fram kemur í umsögninni heldur að þau séu lítil. Einnig er vakin athygli á að fallpípa er niðurgrafin í jörð en stífla og inntakslón ekki og eru því áhrifin talin lítil sbr. töflu í áhrifamatskafla.

b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi breytingar gerðar á töflu í áhrifamatskafla í greinargerð sbr. athugasemd nr. 1.

c) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi breytingar gerðar á töflu í greinargerð.

d) Tekið er undir að framkvæmdir munu hafa rask í för með sér á meðan á framkvæmdum stendur en lagt er upp með að forðast allt óþarfa rask næst framkvæmdasvæði. Einnig er áætlað að nota staðbundinn gróður til uppgræðslu á röskuðum svæðum. Lagt er til að umfjöllun um mótvægisaðgerðir verði bætt við niðurstöðukafla umhverfisskýrslu þar sem ofangreind atriði koma fram. 

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Glerárdals, sjá málsnr. 2014010132. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Innkomnar umsagnir:
1) Vegagerðin dags. 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar barst í tölvupósti 30. apríl 2014 (dags. 28. apríl 2014), eftir að umsagnartíma lauk þann 6. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 16. apríl 2014.

2) Umhverfisstofnun dags. 28. apríl 2014.
a) Stofnunin telur skorta rökstuðning fyrir fullyrðingu um að engin áhrif verði á útivistargildi og náttúrufar.
b) Fram kemur í samanburði kosta að virkjun hafi rask í för með sér og sjónræn áhrif þar sem mannvirki verða sýnileg. Samræma þarf þá niðurstöðu í umfjöllun um hverfisvernd.
c) Að mati stofnunarinnar er rangt að segja að óbreytt ástand (engin virkjun) hafi mikil neikvæð áhrif á aðgengi til útivistar og ferðamennsku.
d) Að mati Umhverfisstofnunar munu framkvæmdir óhjákvæmilega hafa rask í för með sér og neikvæð sjónræn áhrif og þar með áhrif á útivistargildi. Að mati stofnunarinnar mun það hvernig mannvirki verða útfærð skipta máli varðandi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Stofnunin telur einnig mikilvægt að við framkvæmdir verði forðast allt óþarfa rask.
Engin athugasemd barst.
Svör við umsögnum:
Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til svars.
Svar við umsögn frá Umhverfisstofnun sem barst í tölvupósti 30. apríl 2014 (dags. 28. apríl 2014):
1a) Bent er á að ekki er fullyrt að áhrif á útivistargildi og náttúrufar verði engin eins og fram kemur í umsögninni heldur að þau séu lítil. Einnig er vakin athygli á að fallpípa er niðurgrafin í jörð en stífla og inntakslón ekki og eru því áhrifin talin lítil sbr. töflu í áhrifamatskafla.
b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi breytingar gerðar á töflu í áhrifamatskafla í greinargerð sbr. athugasemd nr. 1.
c) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi breytingar gerðar á töflu í greinargerð.
d) Tekið er undir að framkvæmdir munu hafa rask í för með sér á meðan á framkvæmdum stendur en lagt er upp með að forðast allt óþarfa rask næst framkvæmdasvæði. Einnig er áætlað að nota staðbundinn gróður til uppgræðslu á röskuðum svæðum. Lagt er til að umfjöllun um mótvægisaðgerðir verði bætt við niðurstöðukafla umhverfisskýrslu þar sem ofangreind atriði koma fram.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir viku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í þeirra stað mætti Víðir Benediktsson L-lista á fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.