Kaupvangsstræti - Caroline Rest, minnisvarði

Málsnúmer 2013100139

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Erindi dagsett 9. október 2013 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni og Hólmgeir Valdemarssyni þar sem þeir f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, óska eftir að fá að reisa minnisvarða um gistiheimilið og hesthúsið Caroline Rest þar sem það stóð í Grófargili. Um er að ræða 1,5 metra háan stuðlabergsstein með skildi þar sem segir frá sögu hússins.
Samþykki framkvæmdastjóra KEA Hotels fyrir staðsetningu minnismerkisins innan lóðar KEA Hotels liggur fyrir í tölvupósti dagsettum 15. október 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Undirstöður minnisvarðans skulu gerðar í samráði við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar.