AK EXTREME 2014 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013100091

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 148. fundur - 08.10.2013

Erindi dags. 8. september 2013 frá Hreggviði Ársælssyni f.h. snjóbrettahátíðarinnar AK EXTREME, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna mótsins sem fyrirhugað er á Akureyri á næsta ári.

Styrkumsóknin rúmast ekki innan fjárhagsramma yfirstandandi árs og verður tekin fyrir að nýju með öðrum umsóknum í byrjun næsta árs.