Skíðafélag Akureyrar - beiðni um stuðning vegna heimsókna 4. bekkja grunnskóla Akureyrar í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2013100028

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 140. fundur - 17.10.2013

Erindi dags. 25. september 2013 frá stjórn Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna heimsókna 4. bekkja grunnskóla Akureyrar á vegum SKA í Hlíðarfjall.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna nánar að málinu.

Íþróttaráð - 141. fundur - 07.11.2013

Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi íþróttaráðs erindi dags. 25. september 2013 frá stjórn Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna heimsókna 4. bekkja grunnskóla Akureyrar á vegum SKA í Hlíðarfjall.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.