Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2013/2014

Málsnúmer 2013090135

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3383. fundur - 26.09.2013

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 11. september 2013 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Umsóknarfrestur er til 30. september 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

 

Alþingi samþykkti þann 25. júní sl. að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Bæjarráð harmar þá ákvörðun Byggðastofnunar að taka ekki tillit til Hríseyjar og Grímseyjar þegar ákveðið var að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu þessara aflaheimilda.

Hrísey og Grímsey standa frammi fyrir miklum vanda t.d. fólksfækkun m.a. vegna samdráttar og skorts á aflaheimildum. Byggðalögin eru fámenn, atvinnutækifærin fá og byggist búseta þar að stórum eða öllum hluta á sjávarútvegi. Hrísey og Grímsey eru sem slíkar sérstök atvinnusvæði þótt þær og Akureyrarbær hafi sameinast í eitt sveitarfélag þar sem ekki er auðvelt eða mögulegt fyrir íbúa að sækja vinnu út fyrir svæðið.

 

Bæjarráð samþykkir framlagða bókun. 

Bæjarráð - 3386. fundur - 24.10.2013

Lagt fram til kynningar bréf dags. 16. október 2013 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014, 173 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 17 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.
Í bréfinu er einnig vakin athygli á því að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 1. nóvember 2013.