Fjárhagsáætlun 2014 - íþróttaráð

Málsnúmer 2013080071

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 135. fundur - 19.08.2013

Umræður og vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014.

Páll Jóhannesson S-lista óskaði eftir eftirfarandi bókun: "Að gólf íþróttahúss Glerárskóla verði endurnýjað/lagfært og merkingar lagaðar í samræmi við nýjar reglugerðir og verði innan fjárhagsáætlunar 2014."

Örvar Sigurgeirsson V-lista vék af fundi kl. 15:25.

Íþróttaráð - 136. fundur - 22.08.2013

Umræður og vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli og Elínu fyrir komuna.

Íþróttaráð - 137. fundur - 05.09.2013

Drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli, umræður og vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir komuna.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli og vísar til bæjarráðs.

Árni Óðinsson S-lista vék af fundi kl. 15:49.

Bæjarráð - 3380. fundur - 12.09.2013

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 5. september 2013:
Drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli, umræður og vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli og vísar til bæjarráðs.
Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir komuna.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall.

Íþróttaráð - 138. fundur - 19.09.2013

Unnið að fjárhagsáætlun, 3ja ára áætlun og gjaldskrá íþróttamannvirkja.

Íþróttaráð samþykkir drög að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir starfsárið 2014 og vísar þeim til bæjarráðs.

Unnið áfram að fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun.

Íþróttaráð - 139. fundur - 24.09.2013

Unnið að fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að fjárhagsáætlun íþróttamála fyrir starfsárið 2014 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2015-2017 og vísar drögunum til bæjarráðs.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Þorvaldur Sigurðsson L-lista vék af fundi kl. 15:38.
Erlingur Kristjánsson B-lista vék af fundi kl. 15:48.

Íþróttaráð - 142. fundur - 21.11.2013

Fjárhagsáætlun íþróttamála starfsárið 2014 tekin til endurskoðunar með tilliti til hægræðingarkröfu.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlagðar tillögur að hagræðingu.

Íþróttaráð - 166. fundur - 09.04.2015

Rekstraruppgjör fjárhagsáætlunar íþróttaráðs fyrir árið 2014 lagt fram til kynningar.