Hrísalundur 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigáma

Málsnúmer 2013080004

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 455. fundur - 07.08.2013

Erindi dagsett 2. ágúst 2013 þar sem Birgir Snorrason f.h. Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma vestan við brauðgerðina í húsi nr. 3 við Hrísalund. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 504. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 13. ágúst 2014 þar sem Birgir Snorrason f.h. Brauðgerðar Kr. Jónssonar og Co. sf., kt. 480169-0859, sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma sem standa vestan við brauðgerðina að Hrísalundi 3, gámar þessir eru með klukku sem slekkur á þeim kl. 22.30 og kveikir kl. 07.30.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs. Bent er á að uppfylla þurfi kröfur reglugerðar um hávaða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 551. fundur - 30.07.2015

Erindi dagsett 29. júlí 2015 þar sem Birgir Snorrason f.h. Brauðgerðar Kr. Jónssonar & co ehf., kt. 480169-0859, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma vestan við brauðgerðina í húsi nr. 3 við Hrísalund.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs. Bent er á að uppfylla þurfi kröfur reglugerðar um hávaða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 599. fundur - 01.09.2016

Erindi dagsett 22. ágúst 2016 þar sem Birgir Snorrason fyrir hönd Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma vestan við brauðgerðina í húsi nr. 3 við Hrísalund. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að byggja skýli úr timbri, milli gámanna, sem yrði ekki þétt lokað.

Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 600. fundur - 08.09.2016

Erindi dagsett 22. ágúst 2016 þar sem Birgir Snorrason fyrir hönd Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma vestan við brauðgerðina í húsi nr. 3 við Hrísalund. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að byggja skýli úr timbri, milli gámanna, sem yrði ekki þétt lokað.

Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 6. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir gámum og skýli til eins árs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 644. fundur - 31.08.2017

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem María Markúsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra sendir inn kvörtun sem þeim barst vegna hávaða frá nýjum frystigámi við Hrísalund 3.
Staðgengill byggingarfulltrúa fer fram á að lóðarhafi fjarlægi gáminn nú þegar, þar sem ekki hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir gámnum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 684. fundur - 13.07.2018

Erindi móttekið 9. júlí 2018 þar sem Inga Dóra Halldórsdóttir fyrir hönd Gæðabaksturs ehf., kt. 550595-2499, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir frystigáma við Hrísalund 3.
Byggingarfulltrúi samþykkir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tveimur frystigámum vestan við húsið ásamt skýli milli þeirra til 12. júlí 2019. Kröfur um hávaða frá gámunum skulu vera innan leyfilegra marka reglugerða.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 722. fundur - 08.05.2019

Erindi dagsett 26. apríl 2019 þar sem Arnar Pálsson fyrir hönd Gæðabaksturs ehf., kt. 550595-2499, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir frystigáma ásamt skýli vestan megin við húsbyggingu í Hrísalundi 3.
Byggingarfulltrúi samþykkir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tveimur frystigámum vestan við húsið ásamt skýli milli þeirra til 30. apríl 2020. Kröfur um hávaða frá gámunum skulu vera innan leyfilegra marka reglugerða.