Heilsueflandi heimsóknir

Málsnúmer 2013070051

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1205. fundur - 04.03.2015

Starfsmenn heilsueflandi heimsókna Ósk Jórunn Árnadóttir, Hafdís María Tryggvadóttir og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu þjónustu heilsueflandi heimsókna. Búsetudeild hefur annast þjónustuna í samvinnu við Heilsugæslustöðina á Akureyri frá árinu 2000 en mun hætta því 1. júní 2015 þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ákveðið að annast sjálf þjónustuna frá þeim tíma.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Velferðarráð telur þjónustuna mjög mikilvæga fyrir eldri borgara Akureyrar og leggur áherslu á að Heilbrigðisstofnun Norðurlands veiti þessa þjónustu áfram og af jafn miklum metnaði og Akureyrarbær hefur gert.