Miðhúsabraut/Súluvegur - umsókn um byggingarleyfi fyrir þjöppunarstöð

Málsnúmer 2013060234

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 449. fundur - 26.06.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem HGH verk f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir gámaeiningu á lóð HGH við Miðhúsabraut/Súluveg sem inniheldur þjöppunarstöð fyrir metangas sem tengd verður áfyllingarstöð við Miðhúsabraut. Meðfylgjandi eru sérteikningar.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir aðalteikningum af þjöppunarstöðinni.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 459. fundur - 04.09.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir þjöppunarstöð fyrir metan við Miðhúsabraut/Súluveg innan lóðar HGH verks ehf. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Innkomnar teikningar 2. september 2013 eftir Svein Valdimarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 461. fundur - 18.09.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir þjöppunarstöð fyrir metan við Miðhúsabraut/Súluveg innan lóðar HGH verks ehf. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Innkomnar teikningar 2. og 18. september 2013 eftir Svein Valdimarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.