Land nr. 150053, Súluvegur, byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2013060233

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 449. fundur - 26.06.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir gámaeiningum sem innihalda hreinsistöð vegna vinnslu á metani úr hauggasi á lóð Norðurorku við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir aðalteikningum af hreinsistöðinni.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 457. fundur - 22.08.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdarleyfi v/ metanvinnslu við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar. Innkomnar teikningar 19. ágúst 2013 eftir Svein Valdimarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 459. fundur - 04.09.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir metanvinnslu við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar innkomnar 30. ágúst 2013 eftir Svein Valdimarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 461. fundur - 18.09.2013

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h Norðurorku hf, kt. 550978-0169 sækir um byggingarleyfi v/ metanvinnslu við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar. Innkomnar teikningar 30. ágúst 2013 eftir Svein Valdimarsson. Innkomin umsögn vinnueftirlits.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.