Hvannavellir 12 - viðbygging

Málsnúmer 2013050118

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 158. fundur - 29.05.2013

Erindi dagsett 16. maí 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Íslensk Ameríska ehf, kt. 660169-1729, sækir um leyfi til stækkunar á 1. hæð við Hvannavelli 12. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd - 161. fundur - 17.07.2013

Erindi dagsett 16. maí 2013, þar sem Þröstur Sigurðsson frá Opus ehf. f.h. Íslensk Ameríska ehf, kt. 660169-1729, sækir um leyfi til stækkunar húsnæðisins við Hvannavelli 12, var sent í grenndarkynningu þann 31. maí 2013 og lauk henni þann 28. júní 2013.
Fimm athugasemdir bárust:
1) Unnar Jónsson og Lilja S. Jóhannesdóttir, Sólvöllum 11, dagsett 10. júní 2013.
Þau telja viðbygginguna of fyrirferðarmikla þar sem hún mun nánast ná að lóðarmörkum. Einnig telja þau að kælibúnaði, sem umrædd viðbygging eigi að hýsa, fylgi mikill hávaði. Íbúar hvetja skipulagsnefnd til þess að hafna tillögunni.
2) Jón Sigtryggsson og Heiðbjört Friðriksdóttir, Sólvöllum 13, dagsett 13. júní 2013.
Þau telja að ekki verði hægt að fallast á fyrirhugaða viðbyggingu nema að gerð sé nákvæm grein fyrir því hvernig búnaður verði frágenginn vegna hljóðmengunar. Íbúar vilja því fá fullnægjandi upplýsingar svo hægt sé að taka afstöðu til viðkomandi byggingar.
3) Sigurhörður Frímannsson, Sólvöllum 17, dagsett 18. júní 2013.
Hann vill koma á framfæri mótmælum vegna fyrirhugaðra breytinga við Hvannavelli 12 og telur að þær muni valda hávaðamengun.
4) Pétur Torfason, Sólvöllum 9 og Sigríður Whitt, Sólvöllum 17, dagsett 25. júní 2013.
Gerð er athugasemd við frystigeymslu, m.a. um staðsetningu búnaðars og hversu mikill hluti hans verði utan eða ofan á viðbyggingunni. Íbúar gera kröfu til skipulagsnefndar um að gengið verði úr skugga um hvernig hljóðvistarmálum verði háttað.
5) Bjarni Á. Héðinsson og Íris B. Árnadóttir, Sólvöllum 15, dagsett 10. júní 2013.
Samhljóða athugasemd nr. 1.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum frá hönnuði um hvernig hljóðvistarmálum kælikerfis og loftræsingar viðbyggingarinnar verði háttað.

Skipulagsnefnd - 163. fundur - 28.08.2013

Skipulagsnefnd frestaði erindinu og óskaði eftir nánari upplýsingum frá hönnuði um hvernig hljóðvistarmálum kælikerfis og loftræsingar viðbyggingarinnar yrði háttað.
Innkomið bréf dagsett 20. ágúst 2013, frá Þresti Sigurðssyni frá Opus ehf., fh. Íslensk Ameríska ehf., þar sem útskýrt er hvernig hljóðmálum vegna tæknibúnaðar í viðbyggingu verður háttað.

Skipulagsnefnd telur upplýsingar sem fram koma í bréfinu gefa til kynna að hljóðvist svæðisins verði ásættanleg en mælir með að gerðar verði hljóðmælingar eftir að framkvæmdum er lokið.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.