Umferðarmál - ábendingar 2013

Málsnúmer 2013050046

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 158. fundur - 29.05.2013

Eyjólfur Bjarnason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 2. maí 2013.
Hraðakstur í Skógarlundi.
Eyjólfur spurðist fyrir um hvort ekki væri hægt að setja hraðahindranir í Skógarlundinn sem virka sem slíkar. Þær sem eru fyrir eru ekki til þess fallnar að hægja á umferðinni og hann bendir á að gott væri að setja t.d. hraðahindranir eins og þessar færanlegu sem notaðar voru á bíladögum til að hægja á umferðinni.

Hraðamælingar voru gerðar af framkvæmdadeild á tveimur stöðum í Skógarlundi 2010. Samkvæmt þeim niðurstöðum telur skipulagsnefnd að aðgerða sé þörf til að draga úr umferðarhraða og óskar eftir tillögum frá framkvæmdadeild um þrengingar í götunni.

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Rakel Magnúsdóttir Oddeyrargötu 12 hafði samband við starfsmenn framkvæmdadeildar vegna umferðarmála í Oddeyrargötu.
Hún kvartaði yfir umferðarhraða. Henni var tjáð að gerð var umferðarmæling 2010 að vetrarlagi og að gerð yrði önnur mæling í nóvember. Hún lagði einnig til að hluti götunnar yrði gerður að einstefnu.
Framkvæmdadeild hefur nú lagt fram nýjar hraðamælingar í götunni.

Skipulagsnefnd tekur undir ábendinguna miðað við niðurstöðu mælingarinnar og leggur til að skoðað verði hvort ástæða sé til að vinna deiliskipulag af Neðri-Brekku þar sem m.a. yrði tekið á hraðahindrandi aðgerðum, gönguleiðum og öðru umferðarskipulagi á svæðinu.