Hof og Samkomuhús - 4G netsamband

Málsnúmer 2013040260

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 142. fundur - 23.05.2013

Erindi frá Menningarfélaginu Hofi annars vegar og Leikfélagi Akureyrar hins vegar vegna breytinga sem gera þarf á hljóðbúnaði Menningarhússins og Samkomuhússins vegna tilkomu 4G farsímakerfa. Erindunum er beint til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar en óskað er eftir áliti stjórnar Akureyrarstofu vegna aukinnar lausafjárleigu sem af breytingunum hlytist.

Stjórn Akureyrarstofu er sammála því mati sem fram kemur í erindunum, að breytingar á þráðlausum búnaði húsanna séu óhjákvæmilegar og samþykkir þau fyrir sitt leyti. Kostnaði sem af þessu hlýst þarf að mæta við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Stjórn Akureyrarstofu furðar sig á því að Póst- og fjarskiptastofnun, sem annast úthlutun tíðnisviða fyrir 4G símakerfið og hefur af henni tekjur, skuli ekki standa straum af óhjákvæmilegum kostnaði sem menningar- og samkomuhús um allt land verða fyrir. Rekstraraðilar húsanna eiga engan kost annan en að gera breytingar á búnaði en eiga enga aðild að viðskiptum með tíðnisvið. Stjórn Akureyrarstofu telur nauðsynlegt að Póst- og fjarskiptastofnun verði krafin um endurgreiðslu vegna kostnaðar sem af breytingunum hlýst. Framkvæmdastjóra falið að kanna grundvöll slíkrar kröfu í samstarfi við Fasteignir Akureyrarbæjar og bæjarlögmann.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 228. fundur - 28.06.2013

Lagt fram erindi dags. 30. apríl 2013 um fjárveitingu til búnaðarkaupa vegna breytinga Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðnisviði þráðlauss hljóðbúnaðar þar sem 4G er á því tíðnisviði í Hofi og Samkomuhúsinu á Akureyri ásamt öðrum búnaðarkaupum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir búnaðarkaup vegna tíðnibreytinga á þráðlausum hljóðbúnaði fyrir Hof menningarhús kr. 4.500.000 og fyrir Samkomuhúsið kr. 2.000.000 samkvæmt framlögðum gögnum.