Cirkus Flik Flak - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2013040240

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 125. fundur - 30.04.2013

Erindi dags. 25. janúar 2013 frá Hreiðari Erni Zoega Stefánssyni f.h. danska barna og unglinga sirkusins Circus Flik Flak þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins vegna dvalar hópsins á Akureyri dagana 3. - 6. júlí. Jafnframt er óskað eftir því að hópurinn fái frítt í sund þessa daga.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að hópurinn fái að gista í Rósenborg endurgjaldslaust. Beiðni um að fá frítt í sund er vísað til íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 131. fundur - 02.05.2013

Á fundi sínum 30. apríl sl. vísaði samfélags- og mannréttindaráð eftirfarandi erindi til íþróttaráðs: Erindi dags. 25. janúar 2013 frá Hreiðari Erni Zoega Stefánssyni f.h. danska barna og unglinga sirkusins Circus Flik Flak þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins vegna dvalar hópsins á Akureyri dagana 3. - 6. júlí. Jafnframt er óskað eftir því að hópurinn fái frítt í sund þessa daga.

Íþróttaráð felur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar að hafa samband við bréfritara og kynna þann hópafslátt sem er í boði.