Hjólað í vinnuna 2013

Málsnúmer 2013040119

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 130. fundur - 18.04.2013

Lagt fram bréf dags. 10. apríl 2013 frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands þar sem vakin er athygli á vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna sem fer fram dagana 8.- 28. maí nk.

Íþróttaráð fagnar átakinu Hjólað í vinnuna og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum árum.

Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa.

Íþróttaráð hyggst veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem standa sig best.

Íþróttaráð - 133. fundur - 06.06.2013

Á fundi sínum 18. apríl 2013 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.

Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu.

Íþróttaráð hyggst veita Síðuskóla og Hlíð viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2013.