Drottningarbraut, Litli-Garður - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040088

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 440. fundur - 17.04.2013

Erindi dagsett 12. apríl 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á gömlu hlöðunni við Litla-Garð við Drottningarbraut til notkunar fyrir leiksýningar og tónlistarflutning. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 478. fundur - 30.01.2014

Erindi dagsett 12. apríl 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á gömlu hlöðunni við Litla-Garð við Drottningarbraut til notkunar fyrir leiksýningar og tónlistarflutning. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 21. janúar 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 533. fundur - 26.03.2015

Erindi dagsett 12. apríl 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á gömlu hlöðunni við Litla-Garð við Drottningarbraut til notkunar fyrir leiksýningar og tónlistarflutnings. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 13. mars 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 628. fundur - 21.04.2017

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um endurnýjun á samþykktum byggingaráformum frá 26. mars 2015 vegna breytinga á hlöðunni í Litla-Garði við Drottningarbraut.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.