Strandgata - umsókn um leyfi fyrir skúlptúr

Málsnúmer 2013040078

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 156. fundur - 24.04.2013

Móttekið erindi dagsett 10. apríl 2013 frá Finni Inga Erlendssyni f.h. Geðlistar félagasamtaka, kt. 661007-0440, þar sem óskað er eftir að fá að setja niður listaverk í fjöruborðið í tjörninni við Strandgötu 49.
Fyrir liggur samþykki hafnarstjóra fyrir staðsetningunni.

Skipulagsnefnd samþykkir að listaverkinu verði komið fyrir í fjöruborði tjarnarinnar við Strandgötu en gerir kröfu um að gengið verði frá niðursetningu verksins í samráði við skipulagsdeild þannig að ekki stafi hætta af.