Dagvist aldraðra - taka til skoðunar og umfjöllunar núverandi skipulag og húsnæði dagþjónustunnar sem rekin er á tveimur stöðum

Málsnúmer 2013040039

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1162. fundur - 10.04.2013

Skoða samvinnu og/eða samþættingu þjónustunnar og þær breytingar sem hafa orðið á henni undanfarin ár. Lögð til grundvallar vinna starfshóps frá 2007 um sama málefni.

Félagsmálaráð samþykkir að skipa starfshóp til að skoða skipulag og húsnæði dagþjónustu á Akureyri. Hópinn skipa Halldór Gunnarsson framkvæmdastjóri ÖA, Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri, Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri og Olga Ásrún Stefánsdóttir forstöðumaður. Hópurinn skal skila niðurstöðum 31. maí 2013.

Félagsmálaráð - 1166. fundur - 12.06.2013

Kynntar niðurstöður skýrslu starfshóps félagsmálaráðs um dagþjónustu á Akureyri sem skipaður var 10. apríl sl.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjórum að vinna áfram að málinu.

Félagsmálaráð - 1189. fundur - 20.08.2014

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, ásamt forstöðumanni dagþjónustu aldraðra í Víðilundi lögðu fram minnisblað dagsett 18. ágúst 2014 með tillögu um að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.

Félagsmálaráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarráð að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.

Bæjarráð - 3425. fundur - 28.08.2014

6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 20. ágúst 2014:
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, ásamt forstöðumanni dagþjónustu aldraðra í Víðilundi lögðu fram minnisblað dagsett 18. ágúst 2014 með tillögu um að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarráð að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.

Félagsmálaráð - 1190. fundur - 03.09.2014

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri Öldrunarheimila Akureyrar gerðu grein fyrir áformuðum breytingum á stjórnskipulagi og verkskipulagi við dagþjónustuna og sem einnig varðar þjónustu, starf iðjuþjálfa og félagsstarf í Hlíð.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.