Fjarskiptahús á Strýtu

Málsnúmer 2013040003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 155. fundur - 10.04.2013

Afrit af erindi dagsettu 21. mars 2013 stíluðu á Hörgársveit frá Þórhalli Ólafssyni framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp neyðar- og öryggisfjarskiptasendi á Strýtu í landi Hörgársveitar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að settur verður upp neyðar- og öryggisfjarskiptasendir á Strýtu í landi Hörgársveitar en óskar eftir nánari upplýsingum um hvernig lagningu rafmagnslínunnar verði háttað í hlíðum Hlíðarfjalls frá skíðasvæði og flutningi útstöðvarhúss að Strýtu.