Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2013

Málsnúmer 2013030325

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3360. fundur - 04.04.2013

Lagt fram erindi dags. 13. mars 2013 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 10. apríl nk. kl. 14:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.
Á fundinum fer fram stjórnarkjör og eru stofnaðilar beðnir um að tilnefna tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti, karl og konu.

Bæjarráð felur Ingunni Helgu Bjarnadóttur, kt. 161072-5409, að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð tilnefnir þau Ingunni Helgu Bjarnadóttur, kt. 161072-5409 og Gunnar Frímannsson, kt. 191045-2469, í stjórn SÍMEY.