Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013 - aðkoma Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013020239

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 137. fundur - 21.02.2013

Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi A-lista vék af fundi kl. 18:10.
Rætt um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina 2013 og aðkomu Akureyrarstofu að henni. Til skoðunar er nú að halda hana helgina 5.- 7. apríl eða 19.- 21. apríl nk. Á síðasta ári lagði stjórn Akureyrarstofu 1 mkr. til verkefnisins auk þess að greiða kostnað vegna starfsmanns sem ráðinn var tímabundið í samvinnu við Vinnumálastofnun.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að leggja verkefninu lið með fjármunum og aðstoð við ráðningu starfsmanns fyrir allt að 1,2 mkr. Stuðningur Akureyrarstofu miði eins og á síðasta ári, að því að auka eftirfylgni og stuðning við þau verkefni sem lengst þróast, eftir að Atvinnu- og nýsköpunarhelginni lýkur.

Stjórn Akureyrarstofu - 139. fundur - 14.03.2013

Ákveðið hefur verið að Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verði haldin 5.- 7. apríl nk. Myndaður hefur verið undirbúningshópur stuðningsaðila verkefnisins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur og Matthías Rögnvaldsson í undirbúningshópinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 140. fundur - 10.04.2013

Farið yfir framkvæmd og árangur nýliðinnar Atvinnu- og nýsköpunarhelgar og rætt um framhald viðburðarins á komandi árum. Áhugi er á að gera samning til lengri tíma um viðburðinn þar sem leiddir yrðu saman helstu aðilar sem unnið hafa að því að gera hann að veruleika. Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu og Dagný Rut Haraldsdóttir starfsmaður verkefnisins sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar samstarfsaðilum Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar fyrir samvinnuna og ánægjulegan viðburð. Jafnframt samþykkir stjórnin að fela framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra atvinnumála að ræða við samstarfsaðila helgarinnar um gerð samnings um framkvæmd hennar til lengri tíma. Markmiðið er að festa viðburðinn í sessi þannig hann geti vaxið og dafnað á komandi árum og ramminn um hann verði sem skýrastur.

Helena Karlsdóttir S-lista vék af fundi kl. 18:20.

Stjórn Akureyrarstofu - 145. fundur - 29.08.2013

Fyrr í dag var undirritaður þriggja ára samstarfssamningur milli Akureyrarstofu, Háskólans á Akureyri, Stefnu Hugbúnaðarhúss og Tækifæris hf um framkvæmd Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samninginn og fagnar því að framtíð þessa mikilvæga viðburðar er nú tryggð.