Atvinnumál - upplýsingarit Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013020233

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 137. fundur - 21.02.2013

Akureyrarstofa hefur í tilraunaskyni hafið útgáfu upplýsingarits um atvinnumál á Akureyri og nágrenni. Tilgangurinn er að að skapa reglubundna umræðu um málaflokkinn almennt og koma á framfæri þeim verkefnum sem Akureyrarstofa vinnur að hverju sinni á þessu sviði. Í ritinu munu birtast greinar skrifaðar af mætu áhugafólki um málaflokkinn, viðtöl og sögulegar frásagnir. Hugmyndin er að ritið komi út 6-8 sinnum á þessu ári og framhaldið verði metið að því loknu.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar útkomu upplýsingaritsins og bindur vonir við að það geti orðið til þess að auka sýnileika málaflokksins í samfélaginu.