Dvalarrými og móttaka - breyting á dvalarrýmum í dagdeildarrými, aukin verkefni og skipan mótttöku íbúa og gesta

Málsnúmer 2013020112

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1159. fundur - 13.02.2013

Þann 1. júní 2012 gekk í gildi ný reglugerð velferðaráðherra um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma sem kveður á um störf færni- og heilsumatsnefnda og breytt fyrirkomulag við mat á þörf fólks fyrir búsetu í dvalar- og hjúkrunarrými eða tímabundnum innlögnum. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á verklagi sem fólust í því að í stað þess að deildarstjóri heimahjúkrunar hjá HAK sæi um skipulagningu og umsjón rýma var það verkefni alfarið flutt frá 1. desember 2012 til ÖA. Verkefnið var tímabundið vistað hjá einum deildarstjóra ÖA.
Nú liggur fyrir að finna þarf verkefni þessu varanlegri farveg. Áætlun sem unnin var af hjúkrunarforstjóra og deildarstjóra gerir ráð fyrir að ætla megi um 40-50% stöðuhlutfall í þessi verkefni og er kostnaður við það áætlaður um 3 milljónir króna á ári.
Með vísan til þessa er lagt til að breyta/fjölga dagdeildarrýmum um tvö.

Félagsmálaráð samþykkir fyrirhugaða umsókn um tilfærslu milli dvalar- og dagdeildarrýma.