Ferlivöktunarkerfið Spori

Málsnúmer 2013020044

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 284. fundur - 04.04.2014

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti ferlivöktunarkerfið Spora.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að kanna betur notkun og kostnað við að ferlivöktunarkerfi verði sett í öll tæki Framkvæmdamiðstöðvar og einnig í aðkeypt tæki sem vinna fyrir Akureyrarbæ og leggja fram á næsta fundi.

Framkvæmdaráð - 285. fundur - 09.05.2014

Áður á dagskrá 4. apríl 2014.

Framkvæmdaráð samþykkir að kaupa ferlivöktunarkerfið Spora í allar bifreiðar og vélar Framkvæmdamiðstöðvar og skoðað verði nánar fyrirkomulag með vélar verktaka sem vinna fyrir Akureyrarbæ.