Starfslaun listamanna 2013 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2013020041

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 136. fundur - 07.02.2013

Rætt um fyrirkomulag á vali þeirra listamanna sem til greina koma og hvort gera eigi einhverjar breytingar á því. Rætt um kosti og galla ólíkra aðferða.

Ákveðið að fyrirkomulag verði óbreytt frá því sem verið hefur og að auglýst verði eftir umsóknum um starfslaun.

Stjórn Akureyrarstofu - 137. fundur - 21.02.2013

Rætt um breytingu á starfslaunum listamanna. Stjórn Akureyrarstofu gerði tillögu til bæjarráðs á síðasta ári um að rekstrarafgangur sá sem Menningarfélagið Hof skilaði til Akureyrarbæjar, að upphæð 1,5 mkr. yrði nýttur til að auka svigrúm Menningarsjóðs Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að nýta aukið svigrúm Menningarsjóðs þannig að starfslaunamánuðum verði fjölgað um 2 næstu þrjú ár en afgangurinn renni í Menningarsjóð á þessu ári.

Stjórn Akureyrarstofu - 139. fundur - 14.03.2013

Skipun ráðgjafarhóps vegna úrvinnslu á umsóknum um starfslaun listamanna.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Daníel Þorsteinsson, Guðmund Ármann og Ragnheiði Skúladóttur að vera stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar um val á listamanni.

Stjórn Akureyrarstofu - 140. fundur - 10.04.2013

Farið yfir umsóknir um starfslaun listamanna og kynntar niðurstöður ráðgjafahóps. Alls bárust 9 umsóknir um starfslaun listamanna að þessu sinni en þau fela í sér mánaðarlegan styrk til listsköpunar í alls 8 mánuði. Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

Tekin var ákvörðun um hvaða umsækjandi hlýtur starfslaun að þessu sinni. Niðurstaðan er færð í gerðabók stjórnar Akureyrarstofu en upplýst verður um hana á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk.