Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál 2013-2015

Málsnúmer 2013010068

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 135. fundur - 10.01.2013

Farið yfir drög að nýjum menningarsamningi og athugasemdir við þau.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdastjóra og formanni að koma athugasemdum stjórnarinnar á framfæri við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Drögin verða tekin fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 136. fundur - 07.02.2013

Greint frá viðræðum við menntamálaráðuneytið og fundi sem formaður stjórnar og framkvæmdastjóri áttu með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Stjórn Akureyrarstofu - 152. fundur - 18.12.2013

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 6. desember 2013 til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir endurskoðun á fjárframlögum til samstarfssamningsins á grundvelli endurskoðunarákvæðis í honum.

Stjórn Akureyrarstofu - 195. fundur - 17.09.2015

Samningur ríkisins og Akureyrarbæjar rennur út í lok þessa árs og brýnt að hefja vinnu við endurnýjun hans. Rætt um samningsmarkmið og farið yfir þróun framlaga til menningarstofnana á Akureyri í samanburði við sambærilegar ríkisstofnanir í Reykjavík.

Stjórn Akureyrarstofu - 196. fundur - 23.09.2015

Farið yfir minnisblað dagsett 22. september 2015 um þróun framlaga ríkisins til samstarfssamningsins.
Á undanförnum árum hafa framlög til stofnana ríkisins í Reykjavík s.s. Hörpu, Listasafns Íslands, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækkað um hundruði milljóna króna á sama tíma og framlög ríkisins til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016 er ekki að sjá neina breytingu á þessu.
Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í menningarstarfi á Norður- og Austurlandi og framboð á menningu er mikilsverður þáttur í því að tryggja jöfn búsetuskilyrði.
Stjórn Akureyrarstofu telur þessa mismunun, sem í framlögunum birtist, óskiljanlega og í raun svo óásættanlega að ekki verður lengur við unað.

Stjórn Akureyrarstofu - 198. fundur - 05.11.2015

Farið yfir stöðuna í viðræðum við menntamálaráðuneytið um endurnýjun samningsins.