Leikfélag Akureyrar - samningur 2012-2015

Málsnúmer 2013010067

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 135. fundur - 10.01.2013

Í samningi Leikfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar er kveðið á um árangurstengdar greiðslur m.a. vegna markaðssamstarfs og breytinga á rekstrarformi. Farið yfir greinargerð frá leikhússtjóra og framkvæmdastjóra LA vegna þessa.

Stjórn Akureyrarstofu telur að samstarfið eins og því er lýst í greinargerðinni fullnægi skilyrðum samningsins en telur engu að síður að mun meira þurfi að gera í sameiginlegu markaðs- og skipulagsstarfi milli LA og Menningarfélagsins Hofs.

Stjórn Akureyrarstofu - 142. fundur - 23.05.2013

Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri LA mætti á fundinn og fór yfir rekstur félagsins á yfirstandandi leikári.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki fyrir komuna. Stefnt er að sameiginlegum fundi stjórnar Akureyrarstofu og stjórnar LA í næstu viku.

Stjórn Akureyrarstofu - 143. fundur - 30.05.2013

Á fundinum hittust stjórnir Akureyrarstofu og Leikfélags Akureyrar til skrafs og ráðagerða. Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri fór yfir áætlun um starfsemi á næsta leikári, bæði eigin framleiðslu félagsins, gestasýningar, samstarfsverkefni við önnur leikhús og menningarstofnanir og loks starfsemi leiklistarskóla LA. Framkvæmdastjóri kynnti í kjölfarið rekstraráætlun félagsins fyrir komandi leikár eins og hún lítur út nú.
Í kjölfarið spunnust fjölbreytilegar umræður um starfsárið og þau viðfangsefni sem LA stendur frammi fyrir.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar stjórn Leikfélagsins fyrir greinargóðar upplýsingar sem fram komu á fundinum og góðar umræður sem fram fóru og óskar félaginu velfarnaðar á komandi afmælisleikári.

Stjórn Akureyrarstofu - 146. fundur - 11.09.2013

Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri LA kom á fundinn og fór yfir rekstraráætlun fyrir komandi leikár.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki Hauki fyrir komuna á fundinn og greinargóða upplýsingagjöf.

Stjórn Akureyrarstofu - 150. fundur - 14.11.2013

Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri LA og Soffía Gísladóttir formaður stjórnar LA komu á fundinn og fóru yfir yfirstandandi starfsár félagsins.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki og Soffíu fyrir komuna á fundinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 151. fundur - 26.11.2013

Lagður fram til kynningar ársreikningur LA og fleiri gögn í kjölfar aðalfundar félagsins sem fram fór þann 21. nóvember sl.
Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri félagsins og Hlynur Hallsson stjórnarmaður komu á fundinn og fóru yfir niðurstöðu ársreikningsins og fleiri mál sem honum tengjast.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Eiríki og Hlyni fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar.

Stjórn Akureyrarstofu - 163. fundur - 14.05.2014

Vegna beiðni stjórnar LA um að fá að draga úr framleiðslu eigin verka tímabundið þarf að breyta samningi félagsins og Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að gera nýjan samning til skamms tíma sem taki á helstu markmiðum og fjármögnun til loka næsta leikárs eða til 31. júlí 2014. Rætt um markmið samningsins að hálfu stjórnar Akureyrarstofu.

Bæjarráð - 3454. fundur - 09.04.2015

Erindi dagsett 31. mars 2015 frá stjórn Menningarfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær felli niður útistandandi skuld Leikfélags Akureyrar við Akureyrarbæ eða fresti láninu á meðan á þriggja ára upphafstímabili MAk stendur.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fresta greiðslu á láninu til 1. janúar 2018 og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu.