Hlíðarlönd - umsókn um lóð fyrir vatnsgeyma

Málsnúmer 2013010055

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 7. janúar 2013 frá Jónasi V. Karlessyni þar sem hann fyrir hönd Norðurorku hf. óskar eftir, samhliða breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis í Glerárdal sem nú stendur yfir, að gert verði ráð fyrir lóð vegna fyrirhugaðra vatnsgeyma Norðurorku hf. í samræmi við meðfylgjandi tillögu um stærð lóðar og afmörkun.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við 2.000 m³ vatnsgeymi ásamt lokahúsi á þessu svæði geti hafist nú í sumar.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í umsóknina og vísar erindinu til vinnslu deiliskipulags svæðisins sem nú er verið að vinna (sjá málsnr. SN080113).

Edward H. Huijbens V-lista vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.