Fjaran og Innbærinn - deiliskipulagsbreyting Aðalstræti 4

Málsnúmer 2013010001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins vegna leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við viðauka í greinargerð um fjölda íbúða. Einnig er gerð tillaga um fjögur bílastæði innan lóðar.
Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf. og er dagsett 16. janúar 2013.

Einungis er um að ræða leiðréttingu á deiliskipulagsuppdrætti auk fjölgunar bílastæða innan lóðar, þannig að samræmi verði í upplýsingum um fjölda íbúða sbr. viðauka í greinargerð deiliskipulagsins og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3334. fundur - 05.02.2013

10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins vegna leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við viðauka í greinargerð um fjölda íbúða. Einnig er gerð tillaga um fjögur bílastæði innan lóðar.
Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf og er dags. 16. janúar 2013.
Einungis er um að ræða leiðréttingu á deiliskipulagsuppdrætti auk fjölgunar bílastæða innan lóðar, þannig að samræmi verði í upplýsingum um fjölda íbúða sbr. viðauka í greinargerð deiliskipulagsins og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.