Félagslegar leiguíbúðir - úttekt/skýrsla 14. desember 2012

Málsnúmer 2012121194

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1157. fundur - 09.01.2013

Lögð fram til kynningar skýrsla um leiguíbúðir Akureyrarbæjar dags. 14. desember 2012. Skýrslan er afrakstur vinnuhóps sem félagsmálaráð skipaði í apríl 2012.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi á húsnæðisdeild kynntu efni skýrslunnar.

Félagsmálaráð þakkar vinnuhópnum fyrir þeirra starf og góða kynningu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 219. fundur - 18.01.2013

Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps um félagslegar leiguíbúðir á Akureyri dags. 14. desember 2012.

Félagsmálaráð - 1190. fundur - 03.09.2014

Lagt fram erindi frá Fasteignum Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir upplýsingum um þörf fyrir félagslegar íbúðabyggingar og endurbætur á þjónustuíbúðum á næstu fimm árum. Meðfylgjandi er skýrsla um félagslegar leiguíbúðir frá 2012 og reglur um leiguíbúðir Akureyrarbæjar.
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir og Karólína Gunnardóttir frá fjölskyldudeild, Soffía Lárusdóttir og Anna Marit Níelsdóttir frá búsetudeild fóru yfir stöðu mála hvað varðar þörf fyrir félagslegt húsnæði og þjónustu tengda því.

Félagsmálaráð óskar eftir að taka málið aftur fyrir síðar í mánuðinum.

Félagsmálaráð - 1191. fundur - 17.09.2014

Tekið fyrir að nýju erindi frá Fasteignum Akureyrarbæjar varðandi þörf fyrir félagslegt húsnæði. Málið var á dagskrá ráðsins 3. september sl.

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fóru yfir minnisblað dagsett 17. september 2014 um þörf á félagslegu leiguhúsnæði næstu fimm árin.

Félagsmálaráð samþykktir minnisblaðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Framkvæmdastjórum og formanni er falið að senda minnisblaðið til Fasteigna Akureyrarbæjar sem svar við fyrirspurn þeirra dagsettri 22. ágúst sl.